Telja „innanbúðarmann“ hafa flogið drónanum

Farþegar bíða á Gatwick-flugvelli eftir að flugferðum var frestað vegna …
Farþegar bíða á Gatwick-flugvelli eftir að flugferðum var frestað vegna drónaflugsins. AFP

Að baki drónafluginu sem olli miklum töfum á Gatwick-flugvelli rétt fyrir jól stóð einhver sem hafði þekkingu á flugvellinum. Þetta segir yfirmaður flugvallarins í samtali við BBC. Hann segir að svo virðist sem sá sem flaug drónanum hafi getað séð það sem var að gerast á flugbrautum flugvallarins.

Lögreglan í Sussex segir við BBC að mögulega hafi flugmaðurinn verið „innanbúðarmaður“ og að það sé nú rannsakað.

Flug drónans varð til þess að flugferðum var frestað og hafði áhrif á ferðalög um 140 þúsund farþega. 

Gatwick er annar stærsti flugvöllur Bretlands. Honum var lokað vegna drónaflugsins í 33 klukkustundum samtals dagana 19.-21. desember í fyrra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert