Hermaðurinn skreið í mark

Micah Herndon.
Micah Herndon. Skjáskot úr myndskeiðinu

Bandaríska hermanninum Micah Herndon tókst að ljúka Boston-marþonhlaupinu í gær þrátt fyrir að fætur hans hefðu gefið sig eftir um 35 km hlaup. Herndon skreið í mark.

Hann tók þátt til að minnast þriggja félaga sinna sem féllu við skyldustörf í Afganistan árið 2010.

Herndon hlaut læknisaðstoð þegar hann komst í mark eftir þrjár klukkustundir og þrjátíu og átta mínútur, að því er segir í frétt á vef BBC.

„Sársaukinn sem ég fann fyrir var ekkert miðað við þann sársauka sem þeir upplifðu,“ sagði hermaðurinn um föllnu félaga sína. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert