Féll 30 metra í þjóðgarði

Hawksbill-klettarnir í Osarks-þjóðgarðinum eru fallegir og hrikalegir.
Hawksbill-klettarnir í Osarks-þjóðgarðinum eru fallegir og hrikalegir.

Bandarískur háskólanemi í skólaferðalagi var að stilla sér upp fyrir myndatöku í þjóðgarði er henni skrikaði fótur og hún hrapaði til dauða. Fallið var yfir þrjátíu metrar. 

Andrea Norton var tvítug og nemandi við Briar Cliff-háskóla í Iowa. Hún var á ferðalagi um síðustu helgi ásamt skólafélögum sínum í Ozark-þjóðgarðinum í Arkansas er slysið varð. 

Norton var að koma sér fyrir vegna myndatöku á þekktum útsýnisstað, Hawksbill-klettum. Stórt björgunarlið var kallað á vettvang. Lögreglustjórinn í Newton-sýslu, sem CNN vitnar til, segir að klettarnir séu einstaklega fallegt svæði en að slysið minni enn og aftur á þær hættur sem leynast í náttúrunni. Hann segir þetta annað slysið á svipuðum slóðum á stuttum tíma sem valdi honum áhyggjum þar sem ferðamannatíminn sé rétt að hefjast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert