Öflugur skjálfti á Taívan

Starfsmaður neðanjarðarlestarkerfisins í Taípei lokar fyrir aðgang að kerfinu eftir …
Starfsmaður neðanjarðarlestarkerfisins í Taípei lokar fyrir aðgang að kerfinu eftir skjálftann, en það var gert um stund í öryggisskyni. AFP

Jarðskjálfti, 6,1 að stærð, reið yfir Taívan kl. 5:01 í nótt og olli því að háhýsi í Taípei sveifluðust til, auk þess sem samgöngutruflanir urðu. Neðanjarðarlestarkerfinu í Taípei var lokað um stund af öryggisástæðum og þá þurfti að loka hraðbraut á milli borganna Yilan og Hualien vegna steina, sem fallið höfðu niður á veginn.

Í frétt AFP um skjálftann kemur fram að tveir hið minnsta hafi slasast vegna steina sem féllu á þá. Skjálftinn fannst í heilar 33 sekúndur, sem þykir ansi langur tími og fannst skjálftinn um alla eyjuna, samkvæmt Chen Kuo-chang hjá jarðfræðistofnun Bandaríkjanna (USGS).

Myndskeiðið hér að neðan sýnir hvernig skrifstofurými í Hualien hristist til í skjálftanum í morgun.

Íbúar á Taívan eru ýmsu vanir er kemur að jarðhræringum, enda liggur eyjan á flekamótum. Gríðarlegur jarðskjálfti skók eyjuna í september 1999, en þá létust 2.400 manns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert