Fjallar um réttindi samkynhneigðra og transfólks

Hæstiréttur Bandaríkjanna tekur þrjú mál til sinnar umfjöllunar er varða …
Hæstiréttur Bandaríkjanna tekur þrjú mál til sinnar umfjöllunar er varða réttindi samkynhneigðra og transfólks á vinnustöðum. AFP

Hæstiréttur Bandaríkjanna mun fjalla um hvort alríkislög verndi samkynhneigða og transfólk gegn mismunun á vinnustöðum þeirra.

Fram kemur í frétt AFP að dómurinn muni taka fyrir þrjú mál þessu tengdu. 

Eitt snýr að starfsmanni útfararþjónustu sem var rekin eftir að hafa sagt yfirmanni sínum að hún væri transkona og hygðist klæðast kvenmannsklæðnaði á vinnutíma.

Í hinum tveimur málunum sagði samkynhneigt fólk að það hefði verið rekið vegna kynhyneigðar sinnar. Lægri dómstig hafa ekki komist að afgerandi niðurstöðu í þeim málum og mun Hæstiréttur taka fyrir hvort réttindi samkynhneigðra séu tryggð í lögum frá 1964 sem banna mismunin á vinnustöðum.

Málin verða tekin fyrir í haust og má búast við niðurstöðu snemma á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert