Íbúabyggð rýmd vegna eldsvoða

Eldsvoðinn varð í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum.
Eldsvoðinn varð í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Kort/Google

Mikill eldur braust út í málmendurvinnslu í ríkinu Norður-Karólínu og hafa eiturgufur borist út í andrúmsloftið.

Óhappið varð í bænum Mooresboro og hafa stjórnvöld í ríkinu beðið íbúa á nærliggjandi svæðum um að yfirgefa heimili sín, að því er BBC greindi frá.

Slökkviliðsmönnum hafði tekist að halda eldinum í skefjum á einum stað í verksmiðjunni en þeir urðu að draga sig í hlé eftir að í ljós kom að of mikil hætta var á ferðum.

Hugsanlegt er að brennisteinssýra hafi komist út í andrúmsloftið, að sögn AP-fréttastofunnar.

Að minnsta kosti eitt hundrað slökkviliðsmenn hafa barist við eldinn.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert