Dæmdur í 50 vikna fangelsi

Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, hefur verið dæmdur í 50 vikna fangelsi fyrir að brjóta reglur varðandi reynslulausn sína í Bretlandi fyrir sjö árum þegar hann leitaði hælis í sendiráði Ekvador í London. Með því vildi hann komast hjá því að vera framseldur til Svíþjóðar.

Assange var handtekinn 11. apríl eftir að honum var vísað úr sendiráðinu. Hann mun afplána hinn tæplega eins árs dóm á sama tíma og hann reynir að komast hjá því að vera fluttur til Bandaríkjanna.

Assange segir að ásakanir á hendur honum um nauðgun í Svíþjóð séu tilhæfulausar og þær hafi aðeins verið settar fram til að hægt verði að flytja hann til Bandaríkjanna. Þar óttast hann að vera saksóttur vegna leka WikiLeaks á milljónum leynilegra skjala.

Assange á leið í dómsalinn í London í morgun.
Assange á leið í dómsalinn í London í morgun. AFP
Stuðningsmenn Assange fyrir utan dómsalinn.
Stuðningsmenn Assange fyrir utan dómsalinn. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert