Hvetur til verkfalla í Venesúela

Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, Juan Guaidó, hvetur opinbera starfsmenn til þess að leggja niður störf í dag í þeirri von að það ýti undir brotthvarf sitjandi forseta landsins, Nicolás Maduro.

Guaidó telur að ef opinberir starfsmenn leggi niður störf leiði það til almennra verkfalla í landinu. Kona lést og tugir slösuðust þegar kom til átaka á milli mótmælenda og öryggissveita í höfuðborginni, Caracas, í gær.

Maduro hefur vísað á bug orðrómi um að hann hafi verið að búa sig undir að flýja land og sakar Bandaríkin um að stýra valdaráni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert