13 fórust í flugslysinu

Superjet-100 þotan á Sheremetjevo-flugvellinum við Moskvu.
Superjet-100 þotan á Sheremetjevo-flugvellinum við Moskvu. AFP

Að minnsta kosti þrettán létust þegar farþegaþota rússneska flugfélagsins Aeroflot nauðlenti alelda í Moskvu í dag. Talskona flugslysanefndar, Svetlana Petrenko, staðfestir að meðal þeirra sem létust séu tvö börn. 78 voru um borð í þotunni. Enn er ekki vitað hvað olli eldsvoðanum um borð í þotunni sem varð til þess að nauðlenda þurfti henni á Sheremetjevo-flugvellinum í Moskvu skömmu eftir flugtak þaðan. 

Samkvæmt frétt Interfax-fréttastofunnar er þotan af Sukhoi Superjet-100 gerð og átti að fara í loftið klukkan 14:50 að íslenskum tíma en hún var á leið til Murmansk. Fréttir herma að áhöfnin hafi tilkynnt um neyðarástand um borð skömmu eftir flugtak en fyrsta tilraun til nauðlendingar hafi mistekist.

AFP

Gögn af vef Flightradar24 sýna að vélinni var nauðlent hálftíma eftir flugtak. Samkvæmt BBC var Kristian Kostov, sem keppti fyrir hönd Búlgaríu í Eurovision á sínum tíma, á flugvellinum þegar nauðlendingin átti sér stað. Allt hafi farið á annan endann og öllum flugferðum frestað um flugvöllinn.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert