Chelsea Manning laus úr haldi

Chelsea Manning.
Chelsea Manning. AFP

Bandaríski uppljóstrarinn Chelsea Manning er laus úr fangelsi eftir að hafa afplánað 62 daga refsivist fyrir að neita að bera vitni fyrir dómi í tengslum við rannsókn á uppljóstrunarsíðunni Wikileaks. 

Manning, sem var fangelsuð fyrir að leka trúnaðargögnum um hernað Bandaríkjamanna í Írak árið 2010 á meðan hún gegndi herþjónustu í bandaríska hernum, verður að mæta aftur fyrir dóm 16. maí en það var dómari í Virginia sem úrskurðaði hana í gæsluvarðhald í mars fyrir að neita að bera vitni.

#FreeSpeech með mynd af Chelsea Manning og stofnanda WikiLeaks, Julian …
#FreeSpeech með mynd af Chelsea Manning og stofnanda WikiLeaks, Julian Assange, en þessi mynd er tekin í Washington DC nýverið. AFP

Manning var fundin sek árið 2013 um njósnir fyrir að leka leyniupplýsingum til Wikileaks og var dæmd í 35 ára fang­elsi af her­dóm­stóli en þá hafði hún setið í gæsluvarðhaldi frá árinu 2010. Barack Obama, þáver­andi Banda­ríkja­for­seti, mildaði dóm­inn yfir Mann­ing í janú­ar 2017 og var hún látin laus úr fangelsi í maí það sama ár eftir að hafa afplánað á bak við lás og slá í sjö ár. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert