Eiginkona Meng fær hæli í Frakklandi

Meng Hongwei, fyrrverandi forstjóri Interpol. Eiginkona hans Grace Hongwei hefur …
Meng Hongwei, fyrrverandi forstjóri Interpol. Eiginkona hans Grace Hongwei hefur nú fengið hæli í Frakklandi. AFP

Grace Hongwei, eiginkona Meng Hongwei, fyrrverandi forstjóra Interpol sem kínversk yfirvöld hyggjast kæra fyrir spillingu, hefur verið veitt hæli í Frakklandi. Lögfræðingur hennar, Emmanuel Marsigny, staðfesti þetta við Reuters-fréttaveituna.

Greint var frá því í síðasta mánuði að kín­versk yfirvöld hafi handtekið Meng formlega, vegna gruns um að  hann hefði þegið mútur. Var hann þá sagður eiga yfir höfði sér ákæru fyrir meinta spillingu og að hann yrði líklega ákærður fljótlega.

Það vakti mikl­ar áhyggj­ur alþjóðasam­fé­lags­ins er Meng hvarf, að því er virt­ist spor­laust í sept­em­ber í fyrra. Eig­in­kona hans til­kynnti að hans væri saknað eft­ir að hann fór í ferð heim til Kína, en Meng-hjón­in voru þá bú­sett í Frakklandi þar sem höfuðstöðvar In­terpol eru. 

Grace Meng gagn­rýndi kín­versk stjórn­völd harðlega í viðtali við BBC skömmu eftir þetta, sem er afar sjald­gæft að fólk geri. Kvaðst hún þá jafnframt hafa fengið hótanir í síma.

Fljót­lega eft­ir að greint var frá því að Meng væri í haldi kínverskra yfirvalda sagði hann af sér sem for­stjóri In­terpol. Í októ­ber sökuðu kín­versk stjórn­völd hann um að þiggja mút­ur. 

Meng var rek­inn úr Komm­ún­ista­flokkn­um og svipt­ur öll­um stöðum sem hann gegndi fyr­ir kín­versku stjórn­ina. Kín­versk stjórn­völd rann­saka einnig sam­flokks­fé­laga hans og sam­starfs­menn sem tengj­ast hon­um á einn eða ann­an hátt. 

Gagn­rýn­end­ur hafa sagt mál Meng runnið und­an rifj­um for­seta lands­ins Xi Jin­ping sem stundi það að ryðja póli­tísk­um óvin­um sín­um úr vegi. 

https://www.mbl.is/frettir/search/?period=0&category=&sort=1&qs=Meng+Hongwei+

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert