Ramaphosa endurkjörinn forseti

Cyril Ramaphosa flytur ræðu.
Cyril Ramaphosa flytur ræðu. AFP

Cyril Ramaphosa hefur verið endurkjörinn forseti Suður-Afríku eftir atkvæðagreiðslu á þinginu.

Tvær vikur eru liðnar síðan flokkur hans, Afríska þjóðarráðið, var kosinn til áframhaldandi valda í landinu.

Ramaphosa var sá eini sem hafði verið tilnefndur í embætti forseta af þingmönnum í Höfðaborg. Þingmenn Afríska þjóðarráðsins, sem unnu 230 sæti á þinginu af 400 hinn 8. maí, hefja nýtt þing með því að kjósa forseta.

Flokkurinn vann kosningarnar með 57,5% atkvæða, sem er naumasti meirihlutinn síðan aðskilnaðarstefnunni lauk.

Ramaphosa verður svarinn í embætti á laugardaginn. Hann tók við embætti forseta í febrúar í fyrra eftir að Jacob Zuma sagði af sér í gær í kjöl­far hneyklis­mála og þrýst­ings frá Afríska þjóðarráðinu.



Ramaphosa þakkar fyrir sig á þinginu.
Ramaphosa þakkar fyrir sig á þinginu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert