Kosið til Evrópuþingsins

AFP

Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Bretlandi en þar, líkt og annars staðar í ríkjum Evrópusambandsins, er verið að kjósa til Evrópuþingsins.

Kjörstaðir voru opnaðir klukkan 6 í morgun í Bretlandi og verður lokað klukkan 21. Úrslitin verða síðan kunngjörð á sunnudagskvöldið þegar öll 28 ríki ESB hafa lokið kosningu.

Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, mætti snemma á kjörstað í morgun.
Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, mætti snemma á kjörstað í morgun. AFP

Tæp þrjú ár eru síðan Bretar samþykktu að ganga úr ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu en ekki liggur enn fyrir hvenær það verður.

Alls kjósa Bretar 73 þingmenn á Evrópuþingið en einnig er kosið í Hollandi í dag. 

Formaður Partij voor de Vrijheid, Geert Wilders, mætti snemma á …
Formaður Partij voor de Vrijheid, Geert Wilders, mætti snemma á kjörstað í Haag í morgun. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert