Síðasta karldýrið dautt

Súmötru-nashyrningur.
Súmötru-nashyrningur. Wikipedia/26Isabella

Síðasta karldýrið úr hópi súmötru-nashyrninga í Malasíu drapst í dag og er því aðeins eitt kvendýr eftir í landinu. Allt bendir því til þess að styttist í útrýmingu súmötru-nashyrningsins en innan við 80 dýr eru enn á lífi, samkvæmt upplýsingum frá World Wildlife Fund. 

Nashyrningurinn Tam bjó á náttúruverndarsvæði á Borneo-eyju en ekki hefur verið gefið upp hver dánarorsökin er. Fjölmiðlar í Malasíu segja að annaðhvort hafi nýru eða lifur Tam gefið sig.

Dauði Tam þýðir að aukinn þrýstingur verður á að beita tæknifrjóvgun til þess að Iman, sem er eina kvendýrið sem enn er á lífi í Malasíu, eignist afkvæmi. Til þess yrði notað sæði frá indónesísku karldýri. Iman hefur ekki getað orðið þunguð en framleiðir enn egg. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert