Sjúkratryggingar bjarga mannslífum

Rannsóknir sýna fram á að Obamacare, sem er heil­brigðis­lög­gjöf sem Barack Obama, fyrr­verand for­seti Banda­ríkj­anna, kom á, hafi fjölgað greiningum á krabbameini í eggjastokkum á byrjunarstigi og þar með gjörbreytt hlutfalli þeirra sem greinast og fá lækningu frá því sem áður var.

Fjallað er um þessar rannsóknir á árlegri ráðstefnu um krabbameinslækningar sem nú stendur yfir í Chicago, American Society of Clinical Oncology.

Núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna leitar nú leiða til þess að fella lögin, AffordableCareAct, úr gildi en þau voru undirrituð af fyrri forseta, Obama.

Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.
Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AFP

Að sögn Anna Jo Smith, við Johns Hopkins Department of Gynecology and Obstetrics í Baltimore, skiptir sjúkratrygging verulegu máli um það hvort konur hafa aðgang að skimun fyrir sjúkdómseinkennum og inngripum ef þörf er á. 75% líkur eru á að konur sem greinast með krabbamein í eggjastokkum á byrjunarstigi sé á lífi fimm árum eftir greiningu en aðeins 30% ef sjúkdómurinn er lengra á leið. 

ACA varð að lögum í mars 2010 og á árunum 2016-17 voru 12,7 milljónir sem nutu heilbrigðisþjónustu á grundvelli þeirra. Ósjúkratryggðum Bandaríkjamönnum fækkaði úr 16% árið 2010 í 12% árið 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert