Skemmtiferðaskip í vanda í Feneyjum

AFP

Fjórir slösuðust eftir að áhöfn skemmtiferðaskipsins MSC Opera missti stjórn á skipinu þegar skipið var að leggjast í höfn í Feneyjum í morgun með þeim afleiðingum að það rakst utan í hafnarbakkann og á bát með ferðamenn. 

Ferðamenn sem staddir voru á hafnarbakkanum reyndu að forða sér enda skemmtiferðaskipið risavaxið. Er nú rætt um að banna komu stórra skemmtiferðaskipa inn á Giudecca skipaskurðinn.  

Fólkið sem slasaðist eru útlenskir eldri borgarar en enginn þeirra er alvarlega slasaður. Opera, sem lenti í alvarlegum vanda á Eystrasaltinu fyrir nokkrum árum, getur flutt yfir 2.500 farþega.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert