Lífstíðarfangelsi fyrir 85 morð

Niels Hoegel í dómsal í Oldenburg, í Þýskalandi í morgun.
Niels Hoegel í dómsal í Oldenburg, í Þýskalandi í morgun. AFP

Þýskur hjúkrunarfræðingur, sem er talinn vera mesti raðmorðingi landsins frá lokum seinni heimsstyrjaldar, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt 85 sjúklinga sem voru í hans umsjá.

Dómarinn Sebastian Buehrmann sagði morðæði Niels Hoegels vera óskiljanlegt.

Hoegel, sem er 42 ára, myrti sjúklinga á handhófskenndan hátt með banvænum sprautum á árunum 2000 til 2005, þegar hann var staðinn að verki.

Hoegel hefur nú þegar þurft að dúsa í fangelsi í áratug vegna lífstíðardóms sem hann hlaut vegna sex annarra morða. Rannsaka þurfti meira en 130 lík til að hægt væri að byggja upp mál gegn honum. Lögregluna grunar að Hoegel hafi drepið í heildina meira en 200 manns.

AFP

Á lokadegi réttarhaldanna í gær bað Hoegel fjölskyldur fórnarlambanna afsökunar fyrir „hryllilegt athæfi“ sitt.

„Ég vil biðjast innilegrar afsökunar vegna þess sem ég gerði ykkur á þessum árum,“ sagði hann.

Hoegel var staðinn að verki árið 2005 er hann sprautaði sjúkling í Delmenhorst  og var hann þremur árum síðar dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir morðtilraun.

Önnur réttarhöld yfir honum fóru fram á árunum 2014 til 2015. Hann var fundinn sekur um morð og morðtilraun vegna fimm annarra fórnarlamba og hlaut 15 ára hámarksdóm, sem er lífstíðardómur í Þýskalandi.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert