Sex látnir eftir eftirför lögreglu

Telur lögregla um sama bíl að ræða og hafi flúið …
Telur lögregla um sama bíl að ræða og hafi flúið undan lögreglu í Robstown seint á þriðjudagskvöld. Kort/Google

Sex hælisleitendur létust þegar bíll þeirra lenti úti í áveituskurði er þeir reyndu að komast undan lögreglu í dreifbýli í suðurhluta Texas. Reuters-fréttaveitan segir fimm til viðbótar vera alvarlega slasaða eftir atvikið. A annar tugur hælisleitenda frá Gvatemala, Hondúras, El Salvador og Mexíkó var í bílnum að sögn J.C. Hooper, lögreglustjóra Nueces-sýslu. 

Telur lögregla um sama bíl að ræða og hafi flúið undan lögreglu í Robstown seint á þriðjudagskvöld. Hófu lögreglumenn eftirför eftir bílnum sem þeir segja hafa lokið þegar bíllinn beygði inn á bómullararakur. Þeim hafi því ekki verið kunnugt um að slys hafi orðið fyrr en vegfarendur tilkynntu um slasaða einstaklinga ráfandi um veginn.

„Skömmu eftir dögun tókst okkur svo að finna bílinn,“ sagði Hooper. „Þar fundust sex látnir, fimm alvarlega slasaðir og vísbendingar um að einhverjir hefðu labbað á brott.“

Telur lögregla að ökumaður bílsins hafi flúið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert