Viðurkenna að 46 hafi farist

Herlögreglan gerði á mánudag áhlaup á langvarandi setuverkfall mótmælenda úti …
Herlögreglan gerði á mánudag áhlaup á langvarandi setuverkfall mótmælenda úti fyrir höfuðstöðvum hersins. AFP

Heilbrigðisráðuneyti Súdan segir „ekki fleiri en 46“ hafa látið lífið í aðgerðum stjórnvalda gegn mótmælendum í höfuðborginni Khartoum. Það séu mun færri en þeir 108 sem læknar tengdir mótmælendum hafi haldið fram.

„Suleiman Abdul Jabbar, læknir og aðstoðarráðherra í heilbrigðisráðuneytinu, neitaði í yfirlýsingu því að fjöldi látinna hafi náð 100 líkt og sumir fjölmiðlar hafa greint frá og staðfesti að þeir væru ekki fleiri en 46,“ sagði í frétt súdönsku ríkisfréttastofunnar SUNA.

Miðstjórn súdanska læknafélagsins, sem tengist mótmælendum, greindi frá því í gær að 108 manns hið minnsta hefðu verið drepnir frá því herlögregla gerði á mánudag áhlaup á langvarandi setuverkfall mótmælenda úti fyrir höfuðstöðvum hersins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert