Segir Írana ábyrga fyrir árás

Mike Pompeo á blaðamannafundinum.
Mike Pompeo á blaðamannafundinum. AFP

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sakað írönsk stjórnvöld um að hafa staðið á bak við árás á tvö olíuskip í Ómanflóa fyrr í dag. Hann ætlar að taka málið upp hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

„Mat Bandaríkjanna er að Íran beri ábyrgð á árásunum,“ sagði Pompeo við blaðamenn.

„Þetta er byggt á upplýsingum, vopnunum sem voru notuð, þeirri sérfræðikunnáttu sem þarf til að fremja slíka árás, nýlegum samskonar árásum Írana á skip og þeirri staðreynd að enginn hópur sem starfar á svæðinu hefur getu til að haga sér með þessum hætti.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert