Þjóðverjar stoppaðir af með veggjöld

Þýsk stjórnvöld fá ekki að leggja veggjöld á hraðbrautir sínar …
Þýsk stjórnvöld fá ekki að leggja veggjöld á hraðbrautir sínar eins og til stóð. AFP

Veggjöld sem þýsk stjórnvöld hugðust leggja á hraðbrautir Þýskalands uppfylla ekki jafnræðisreglur Evrópusambandsins því þau myndu aðallega leggjast á ökumenn nágrannaríkja Þýskalands. Þetta er niðurstaða Evrópudómstólsins.

DW oBBC greina frá. 

Lokaniðurstaða dómstólsins var gerð opinber í dag og kemur hún mörgum á óvart enda hafði dómstóllinn lagt blessun sína yfir veggjöldin fyrirhuguðu í forúrskurði fyrr á árinu.

Þýsk stjórnvöld áætluðu að veggjöldin myndu skila um 130 milljónum evra á ársgrundvelli sem nota átti til að fjárfesta í innviðauppbyggingu vegakerfisins. Gjöldin hefðu lagst á alla ökumenn jafnt óháð þjóðerni en þeir þýsku hefðu fengið afslátt af bílaskatti á móti útgjöldum.

Mestu mótspyrnuna veittu austurrísk yfirvöld með þeim rökum að veggjöldin myndu hafa mest áhrif á ökumenn utan Þýskalands. Hollensk stjórnvöld voru einnig á móti veggjöldunum en dönsk stjórnvöld studdu nágranna sína í Þýskalandi.

Evrópudómstóllinn tók fram að innheimta veggjalda væri ekki óheimil en í framkvæmdin hefði í þessu tilviki brotið gegn frjálsri flæðis vöru og þjónustu með óbeinum hætti (e. Indirect discrimination) milli landa og því gegn reglunum um fjórfrelsið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert