Þrír látnir í stórbruna í París

Af vettvangi í nótt.
Af vettvangi í nótt. Twitter/Protec Paris Seine

Þrír eru látnir og einn er í lífshættu eftir stórbruna í fjölbýlishúsi í 11 hverfi Parísarborgar í nótt. Yfir 200 slökkviliðsmenn tóku þátt í slökkvistarfinu og voru 29 fluttir á sjúkrahús vegna reykeitrunar. Einn þeirra sem lést af völdum falls en hann stökk út um glugga brennandi hússins.

Tilkynnt var um eldinn til slökkviliðs Parísarborgar um klukkan 5 í morgun að staðartíma, klukkan 3 að íslenskum tíma. Um er að ræða sex hæða fjölbýlishús við rue de Nemours. Veitingastaður er einnig á jarðhæð hússins og tyrkneskt baðhús (hammam). 

Það tók slökkviliðið fjórar klukkustundir að slökkva eldinn en enn er unnið að slökkvistarfi. 

Frétt Le Parisien

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert