Íranar hverfa frá fleiri skuldbindingum

„Frá og með 7. júlí mun Íran taka annað öflugt …
„Frá og með 7. júlí mun Íran taka annað öflugt skref í að draga úr skuldbindingum sínum.“ AFP

Íran hyggst hverfa frá fleiri skuldbindingum er tengjast alþjóðlegu samkomulagi vegna kjarnorkuframleiðslu landsins 7. júlí næstkomandi samkvæmt minnisblaði háttsetts embættismanns. 

„Frá og með 7. júlí mun Íran taka annað öflugt skref í að draga úr skuldbindingum sínum,“ er haft upp úr umræddu minnisblaði hjá Fars News Agency, en Íranar hurfu frá tveimur skuldbindingum í maí eftir að Bandaríkin drógu sig úr samkomulaginu og hófu aukna auðgun úrans og juku birgðir sínar af þungavatni.

Donald Trump taldi samkomulagið „meingallað“ og ákvað að draga Bandaríkin úr því seint á síðasta ári og taka upp allar fyrri refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn Íran. 

Segja má að deila ríkjanna tveggja hafi stigmagnast síðan og hafa tilraunir Evrópu, Kína og Rússlands til að miðla málum náð takmörkuðum árangri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert