Varar við aðskilnaði vegna loftslagsvár

Varað hefur verið við því að hækkandi hitastig muni hafa …
Varað hefur verið við því að hækkandi hitastig muni hafa hvað mest áhrif á fátækustu íbúa jarðarinnar. AFP

Sérfræðingur hjá Sameinuðu þjóðunum varar við mögulegri „loftslagsaðskilnaðarstefnu“ (e. climate apartheid) í nýrri skýrslu og segir að með aukinni loftslagsvá muni þeir ríku geta borgað til að forðast hungur á meðan restin af heimsbyggðinni þjáist.

Philip Alston, sérfræðingur um sárafátækt hjá SÞ, segir að jafnvel þó að öllum núverandi markmiðum verði mætt verði milljónir manna allslausir vegna loftslagsbreytinga.

Þá gagnrýnir Alston í skýrslu sinni, sem gefin var út á mánudag, aðgerðir Sameinuðu þjóðanna vegna loftslagsvárinnar og segir þær augljóslega ófullnægjandi.

Áður hefur verið við því varað að hækkandi hitastig muni hafa hvað mest áhrif á fátækustu íbúa jarðarinnar, en búist er við því að matarskortur og átök þeirra vegna geti brotist út með hækkandi hita. Þá er gert ráð fyrir því að þróunarlönd muni þurfa að þola 75% af áhrifum loftslagsvárinnar, þrátt fyrir að þau séu aðeins ábyrg fyrir 10% af losun gróðurhúsalofttegunda.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert