Frakkar hyggjast skattleggja flug

Tekjur af kolefnisskattinum á að nýta í uppbyggingu umhverfisvænni ferðamáta.
Tekjur af kolefnisskattinum á að nýta í uppbyggingu umhverfisvænni ferðamáta. AFP

Frönsk stjórnvöld hyggjast leggja á kolefnisskatt á flug frá frönskum flugvöllum. 

Skatturinn leggst aðeins á flug frá frönskum flugvöllum, en ekki flug utan úr heimi þar sem lent er í Frakklandi. Fjárhæðin fer eftir farrými sætisins og því hvert er flogið. Á flugsæti í almennu farrými, innan Frakklands eða frá Frakklandi til annars Evrópusambandslands, verður skatturinn 1,5 evra eða um 210 krónur. Hæstur verður skatturinn á flug í fyrsta farrými út fyrir Evrópusambandið, eða allt að 18 evrur, um 2.500 krónur.

Áætlað er að skatturinn skili ríkissjóði um 180 milljónum evra (25 milljörðum króna) á ári frá og með næsta ári. Fjárhæðirnar eru í sjálfu sér smáræði fyrir ríkissjóð, jafngilda um 125 milljónum króna fyrir ríkissjóð Íslands, miðað við höfðatölu. Áætlað er að peningnum verði varið í fjárfestingar í umhverfisvænni ferðamátum.

Flugsamgöngur bera ábyrgð á um 2-4% af allri kolefnislosun heimsins og býst Evrópusambandið við að losunin fjórfaldist til ársins 2050 ef ekkert verður að gert.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert