Jörð skelfur í Indónesíu

Íbúar í borginni Ternate söfnuðust saman fyrir utan heimili sín …
Íbúar í borginni Ternate söfnuðust saman fyrir utan heimili sín eftir skjálfta af stærðinni 6,9 á mánudaginn fyrir viku. AFP

Talsvert sterkur skjálfti, 7,3 að stærð, varð á indónesísku eyjunni Maluku Utara upp úr klukkan níu í morgun að íslenskum tíma, eða um klukkan sex síðdegis að staðartíma.

Skjálftinn átti upptök um 165 kílómetra suð-suðvestur af borginni Ternate, þar sem búa rúmlega 200 þúsund manns. 

Engar fregnir hafa enn borist af manntjóni, skemmdum eða flóðbylgjum. Flóðbylgjuviðvörun hefur ekki verið gefin út.

Eftirskjálfti af stærðinni 5,8 varð skammt frá upptökum fyrri skjálftans klukkan 09.43 að íslenskum tíma, eða klukkan 18.43 að staðartíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert