Blokkir á götu Karl Marx úr einkaeigu

Breiðgata Karl Marx í Austur-Berlín. Leigjendur þar óttuðust yfirvofandi sölu …
Breiðgata Karl Marx í Austur-Berlín. Leigjendur þar óttuðust yfirvofandi sölu á íbúðum sínum til Deutsche Wohnen leigufélags. Ljósmynd/Wikipedia.org

Yfirvöld í Berlín hafa fest kaup á 670 íbúðum á breiðgötu Karls Marx í Austur-Berlín. Þetta eru gamlar félagsblokkir frá tímum þýska alþýðulýðveldisins, sem í lok 20. aldar voru seldar einkaaðilum en fara nú aftur í hendur borgaryfirvalda.

Íbúðirnar fara í þjónustu félagslegs leigufélags en eignastýringarfyrirtækin sem höfðu blokkirnar í sinni umsjá hugðust láta þær í té gróðamiðaða leigufélaginu Deutsche Wohnen, sem þegar rekur 112.000 íbúðir í Berlín. Umsvif þess eru svo mikil að á þessu ári hefur verið efnt til mótmæla gegn frekari vexti félagsins.

Íbúar í gömlum verkamannahverfum í Berlín berjast með kjafti og …
Íbúar í gömlum verkamannahverfum í Berlín berjast með kjafti og klóm gegn yfirstéttarvæðingu hverfa þeirra (e. gentrification). Nú hafa yfirvöld rétt þeim hjálparhönd með því að taka yfir húsnæðið. AFP

Aðgerð stjórnvalda að kaupa upp blokkina miðar að því að lægja þær öldur. Til stendur að borgin eignist fleiri eignir af þessum toga. Leigufélög voru í stórum stíl einkavædd í Berlín í lok síðustu aldar og á allra síðustu árum hefur leigan hækkað verulega.

Síðast fyrir fáeinum vikum var sett fimm ára leiguþak í borginni, sem ekki aðeins tók til leigusamninga sem þegar voru í gildi heldur einnig nýrra sem kunna að vera gerðir.

Michael Müller borgarstjóri Berlínar, SPD, er sáttur með aðgerðina. „Ég …
Michael Müller borgarstjóri Berlínar, SPD, er sáttur með aðgerðina. „Ég vil að Berlínarbúar geti áfram borgað leiguna í Berlín. Leiga er miðlægt félagslegt baráttuefni í hverri stórborg. Þetta er skref í rétta átt.“ AFP

„Ég vil að Berlínarbúar geti áfram borgað leiguna í Berlín. Leiga er miðlægt félagslegt baráttuefni í hverri stórborg. Þetta er skref í rétta átt,“ sagði borgarstjóri Berlínar við tilefnið, Michael Müller. Leiguverð hefur verið pólitískt umdeilt mál síðustu misseri í höfuðborginni, enda stigið upp úr öllu valdi vegna leigufélaga, að margra mati.

Í fjölmiðlum þýskum er greint frá deilum milli stjórnmálamanna sem krefja borgarstjórnina svara um verðið á íbúðum. Einhverjir nefna 100 milljónir evra, aðrir 200 milljónir evra, en ljóst er að blokkin kostaði skilding.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert