Ofurhuga mistókst ætlunarverkið

Zapata er hann tókst á flug í morgun.
Zapata er hann tókst á flug í morgun. AFP

Franskur ofurhugi og uppfinningamaður sem ætlaði að fljúga yfir Ermasundið á einskonar flugbretti mistókst ætlunarverk sitt í morgun.

Zapata, sem er fertugur, féll í sjóinn við eldsneytisskipti og var í framhaldinu komið til bjargar. Hann meiddist ekki og segist ætla að gera aðra tilraun fljótt aftur. Leiðin er um 35 kílómetra löng. 

Flugtakið frá Sangatte í norðurhluta Frakklands tókst vel og ætlaði hann sér að lenda hjá Dover í Bretlandi. Áhorfendur stöðu og göptu þegar hann tókst á loft en eftir aðeins tuttugu mínútna flug var ævintýrið á enda. 

Búist var við því að það yrði erfitt fyrir Zapata að skipta um eldsneyti. Flugbrettið var knúið áfram með kerósíni sem hann geymdi í 47 kílóa þungum bakpoka sínum. Það dugði honum aðeins hálfa leið og ætlaði hann að skipta um bakpoka á miðri leið en sú aðgerð misheppnaðist.

Zapata valdi þennan dag fyrir flugið til að minnast þess að 110 ár voru liðin síðan frumkvöðullinn Louis Bleriot flaug í fyrsta sinn yfir Ermasundið 25. júlí 1909.

Zapata og Louis Bleriot á samsettri mynd.
Zapata og Louis Bleriot á samsettri mynd. AFP
Chrysten, eiginkona Franky Zapata, aðstoðar hann með bakpokann skömmu áður …
Chrysten, eiginkona Franky Zapata, aðstoðar hann með bakpokann skömmu áður en hann lagði af stað. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka