Franskur ofurhugi og uppfinningamaður sem ætlaði að fljúga yfir Ermasundið á einskonar flugbretti mistókst ætlunarverk sitt í morgun.
Zapata, sem er fertugur, féll í sjóinn við eldsneytisskipti og var í framhaldinu komið til bjargar. Hann meiddist ekki og segist ætla að gera aðra tilraun fljótt aftur. Leiðin er um 35 kílómetra löng.
Flugtakið frá Sangatte í norðurhluta Frakklands tókst vel og ætlaði hann sér að lenda hjá Dover í Bretlandi. Áhorfendur stöðu og göptu þegar hann tókst á loft en eftir aðeins tuttugu mínútna flug var ævintýrið á enda.
🇫🇷🇬🇧 HAPPENING NOW: "Flyboard" creator Franky Zapata lifts off from Calais, France to cross the English Channel @frankyzapata #flyboardair pic.twitter.com/j3l96lURa3
— Bloomberg TicToc (@tictoc) July 25, 2019
Inventor Franky Zapata unveils his jet-powered hoverboard to the world as he attempts to cross the English Channel.
— Sky News (@SkyNews) July 25, 2019
Find out more about the stunt here: https://t.co/Cuc8NKVYz0 pic.twitter.com/jk1fF9alMv
Búist var við því að það yrði erfitt fyrir Zapata að skipta um eldsneyti. Flugbrettið var knúið áfram með kerósíni sem hann geymdi í 47 kílóa þungum bakpoka sínum. Það dugði honum aðeins hálfa leið og ætlaði hann að skipta um bakpoka á miðri leið en sú aðgerð misheppnaðist.
Zapata valdi þennan dag fyrir flugið til að minnast þess að 110 ár voru liðin síðan frumkvöðullinn Louis Bleriot flaug í fyrsta sinn yfir Ermasundið 25. júlí 1909.