Hröpuðu til bana í Ölpunum

Ekki liggur fyrir hvað olli því að mennirnir hröpuðu.
Ekki liggur fyrir hvað olli því að mennirnir hröpuðu. Wikimedia Commons/Björn S

Tveir þýskir fjallgöngumenn hröpuðu til bana á leið sinni upp á einn hæsta topp svissnesku alpanna, Dent Blanche, segir svissneska lögreglan.

Björgunarþyrla var send af stað eftir að tilkynning barst frá öðrum fjallagörpum um að mennirnir hefðu fallið, en samkvæmt lögreglu varð þeim sem í þyrlunni strax ljóst að mennirnir tveir væru látnir, er til þeirra sást.

Ekki liggur fyrir hvað olli því að mennirnir hröpuðu, en þeir voru að nálgast topp fjallsins er slysið átti sér stað. Dent Blanche er 4.357 metra hátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert