Ringulreið á flugvellinum í Hong Kong

Starfsemi alþjóðaflugvallarins í Hong Kong, sem er einn fjölfarnasti flugvöllur í heiminum, fór úr skorðum annan daginn í röð þar sem þúsundir mótmælenda söfnuðust saman, fimmta daginn í röð. 

Opnað var á ný fyrir umferð um völlinn í morgun en fljótlega bárust tilkynningar um að hundruðum flugferða hefði verið aflýst. 

Um miðnætti að staðartíma hafði óeirðalögregla umkringt flugvöllinn, en mótmælin hafa að mestu leyti farið friðsamlega fram. Mótmælendur gerðu aðsúg að að minnsta kosti þremur mönnum, sem reyndust vera kínverskir lögreglumenn. Lögreglan í Hong Kong hefur viðurkennt að lögreglumenn hafi dulbúist sem mótmælendur til að reyna að hafa stjórn á aðstæðum. 

Einn slasaðist í mótmælum á flugvellinum í Hong Kong í …
Einn slasaðist í mótmælum á flugvellinum í Hong Kong í dag. Mótmælendur töldu manninn vera kínverskan njósnara. AFP

Ritstjóri Global Times í Kína fullyrðir hins vegar að einn mannanna sem ráðist var að sé blaðamaður á vegum fjölmiðilsins sem hafi einfaldlega verið að sinna starfi sínu. 



Ferðalangar hafa tekið misvel í aðgerðir mótmælenda og kallaði einn að mótmælendum að þeir væru sjálfselskir, líkt og sjá má á myndskeiðinu efst í fréttinni. 

Carrie Lam, rík­is­stjóri Hong Kong, hef­ur varað við að of­beldi tengt mót­mæl­un­um kunni að koma Hong Kong á leið sem ekki verði af snúið.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, greindi frá því á Twitter í kvöld að kín­versk stjórn­völd séu nú að færa her­sveit­ir að mörk­um Hong Kong vegna auk­inn­ar hörku mót­mæl­enda gegn stjórn­völd­um. 

Mót­mæl­in hafa nú varað í tvo mánuði, en kveikj­an að þeim var frum­varp sem lagt var fram á héraðsþing­inu sem heim­ilaði framsal ákærðra í Hong Kong til meg­in­lands Kína. Frum­varpið hef­ur nú verið aft­ur­kallað, en mót­mæl­end­ur láta ekki staðar numið og vilja að Lam fari frá völd­um. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert