Höfðar mál gegn dánarbúi Epstein

Saksóknari tilkynnir um ákæruna gegn Epstein fyrir mansal í síðasta …
Saksóknari tilkynnir um ákæruna gegn Epstein fyrir mansal í síðasta mánuði. AFP

Kona frá New York sem sagði að Jeffrey Epstein hefði tælt sig frá fjórtán ára aldri og nauðgað henni ári síðar, hefur höfðað mál gegn dánarbúi hans. Hugsanlegt er að mörg samskonar mál verði höfuð gegn dánarbúinu næstu misserin.

Epstein, sem var þekktur bandarískur fjárfestir, lést í fangaklefa á dögunum. Talið er að hann hafi framið sjálfsvíg. Hann var sakaður um mansal. Þrátt fyrir að ákæra gegn honum hafi verið lögð niður með dauða hans þarf dánarbúið að verja hann ef höfðað verður mál gegn honum. Talið er að eignir hans hafi verið metnar á að minnsta kosti 500 milljónir dollara, eða rúma 60 milljarða króna, að því er New York Times greindi frá.

Frá mótmælum fyrir utan dómshúsið þar sem mál Epstein var …
Frá mótmælum fyrir utan dómshúsið þar sem mál Epstein var tekið fyrir. AFP

Jennifer Araoz segir að ónefnd kona hafi haft samband við hana fyrir utan menntaskóla hennar á Manhattan árið 2001. Eftir það hitti hún Epstein og var þvinguð til að veita honum  erótískt nudd á nærfötunum einum saman einu sinni eða tvisvar í viku í húsi hans. Árið 2002, um ári eftir að þau hittust, dró Epstein Araoz upp á sig á meðan á nuddi stóð og nauðgaði henni, að því er segir í kærunni. Hún heimsótti hann ekki aftur eftir þetta.

Aaroz, sem er 32 ára, sagði NBC News sögu sína í fyrsta sinn í síðasta mánuði eftir að Epstein var handtekinn. Hugsanlegt er að kæra hennar verði sú fyrsta af mörgum í New York í tengslum við ný lög sem voru samþykkt á þessu ári. Samkvæmt þeim hefur sá tími sem hægt er að kæra fyrir kynferðislega misnotkun verið lengdur.

Tvö af meintum fórnarlömbum Epstein, Michelle Licata og Courtney Wild.
Tvö af meintum fórnarlömbum Epstein, Michelle Licata og Courtney Wild. AFP

Í kærunni kemur fram að Epstein hefði fróað sér á meðan á nuddinu stóð og síðan hrósað Araoz og gefið henni tæpar 40 þúsund krónur í reiðufé og sagst vilja hjálpa henni. Haustið 2002 nauðgaði hann henni svo.

Hún fór ekki til lögreglu eftir atvikið og sagði engum frá því í mörg ár á eftir af ótta við Epstein, sem hafði krafist þess að hún segði ekki frá.

Lögmenn Araoz segja að hún hafi rætt við alríkissaksóknara sem eru að undirbúa mál gegn Epstein.

Frá mótmælum fyrir utan dómshúsið í síðasta mánuði.
Frá mótmælum fyrir utan dómshúsið í síðasta mánuði. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert