Rússar og Úkraínumenn skiptust á 70 föngum

Úkraínski kvikmyndagerðarmaðurinn Oleg Sentsov var á meðal þeirra fanga sem …
Úkraínski kvikmyndagerðarmaðurinn Oleg Sentsov var á meðal þeirra fanga sem fengu að snúa aftur til síns heima. AFP

Yfirvöld í Rússlandi og Úkraínu skiptust á föngum í dag, en atburðurinn þykir marka tímamót. Flugvélar með alls 70 föngum frá Rússlandi og Úkraínu lentu í Moskvu, höfuðborg Rússlands, og Kiev, höfuðborg Úkraínu, en þar tók forseti Úkraínu á móti samlöndum sínum. 

Ættingjar fanganna fögnuðu ákaft þegar vélarnar lentu á Boryspil-flugvellinum í Kiev. Þeirra á meðal var úkraínski kvikmyndagerðarmaðurinn Oleg Sentsov sem var frelsinu feginn. „Ég vil þakka öllum sem börðust fyrir okkur,“ sagði hann. 

Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu, var á meðal þeirra sem mættu á flugvöllinn og veitti föngunum hlýjar móttökur. 

Rússneska ríkissjónvarpið sýndi frá því þegar vélar með rússneskum föngum lentu á Vnukovo-flugvellinum í dag. 

Lögreglubílalest sést hér aka frá Lefortovo-fangelsinu í Moskvu í dag …
Lögreglubílalest sést hér aka frá Lefortovo-fangelsinu í Moskvu í dag í tengslum við skiptin. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert