Vilja að fólk hætti að nota rafrettur

Varað við notkun rafretta á veipvökva.
Varað við notkun rafretta á veipvökva. AFP

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hvetja fólk til að hætta að nota rafrettur á meðan verið er að rannsaka þriðja dauðsfallið sem rakið er til veiki af völdum rafrettna.

Talið er að 450 manns í Bandaríkjunum hafi orðið veikir vegna notkunar rafrettna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag, sem vitnar í The Wall Street Journal.

„Meðan á rannsókn stendur ætti fólk að íhuga alvarlega að hætta að nota rafrettur,“ sagði í fréttatilkynningu frá samtökum gegn útbreiðslu sjúkdóma (e. Centers for Disease Control and Prevention). Talsmenn stofnunarinnar mæla einnig með því að fólk hætti að kaupa rafrettur af götusölum og reyni ekki að taka tækin í sundur til að reyna að breyta þeim á neinn hátt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert