„Elskaði drott­in og þjónaði hon­um með hjarta sínu“

Presturinn Jarrid Wilson féll fyrir eigin hendi 30 ára gamall.
Presturinn Jarrid Wilson féll fyrir eigin hendi 30 ára gamall. Ljósmynd/Christian news journal

Presturinn Jarrid Wilson, sem var ötull talsmaður fyrir bættri geðheilsu, féll fyrir eigin hendi nýverið. Hann glímdi lengi við þunglyndi og var opinskár um líðan sína. Hann stofnaði meðal annars prógrammið Lofsöng vonar, sem miðar að því að aðstoða fólk sem glímir við þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. 

Síðsta eina og hálfa árið starfaði hann hjá kirkjusöfnuðinum Harvest Christian Fellowship í Bandaríkjunum. Söfnuðurinn telur um 15.000 manns.  

„Jarrid elskaði drottin og þjónaði honum með hjarta sínu. Hann var fjörugur, jákvæður og alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum,“ sagði presturinn Greg Laurie um fráfall hans. BBC greinir frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert