Gögn um sjúklinga aðgengileg á vefnum

BSI segist ekki hafa neinar upplýsingar um að skjölin um …
BSI segist ekki hafa neinar upplýsingar um að skjölin um sjúklingana hafi verið notuð í glæpsamlegum tilgangi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Milljónir sjúkraskjala sem tilheyra sjúklingum frá öllum heimshornum hafa verið aðgengilegar hverjum þeim sem vildi kynna sér þær á vefnum. Þýsk yfirvöld greindu frá því í dag eftir að þarlendir fjölmiðlar rannsökuðu málið.

Samkvæmt AFP-fréttaveitunni voru 16 milljónir sjúkraskráa aðgengilegar á vefnum þeim sem höfðu „einhverja tölvukunnáttu“.

Ekki er vitað hversu miklu af gögnum frá sjúkrahúsum hefur tekist að bjarga, samkvæmt Alríkis­stofn­un upp­lýs­inga­ör­ygg­is Þýska­lands (BSI).

BSI segist ekki hafa neinar upplýsingar um að skjölin um sjúklingana hafi verið notuð í glæpsamlegum tilgangi og ekki kemur fram hver eða hverjir komust yfir gögnin.

Þýsku samtökin hafa látið svipaðar stofnanir í 46 löndum vita af vandanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert