Fleiri myndir af Trudeau svartmáluðum

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada.
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. AFP

Nýjar myndir og myndskeið af Just­in Trudeau, forsætisráðherra Kanada, þar sem hann sést með svo­kallað „blackface“, þ.e. þegar ein­stak­ling­ar mála and­lit sitt svart hafa verið birtar í kanadískum fjölmiðlum.

Talið er að birtingin geti minnkað líkur Trudeau á endurkjöri í kosningum í Kanada 21. október.

Trudeau er nýbúinn að biðjast afsökunar á búningi sem hann var í á skólaballi fyrir tæpum tveimur áratugum. Þar skartaði forsætisráðherrann dökk­brún­um and­lits­farða, eða svo­kölluðu „brown­face“.

Fréttastöðin Global News birti mynd af Trudeau frá því snemma á 10. áratug síðustu aldar þar sem sjá má hann í gallabuxum, stuttermabol og með andlitið málað svart; blackface“.

Trudeau var í kringum tvítugt þegar myndin var tekin. Hann er talinn afar framsækinn í stefnumálin og myndbirtingin þykir afar vandræðaleg. 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert