Úrskurða um þinghlé Johnsons í fyrramálið

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands. Hæstiréttur Bretlands úrskurðar á morgun um …
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands. Hæstiréttur Bretlands úrskurðar á morgun um það hvort að þingslit hans hafi verið lögleg. AFP

Hæstiréttur Bretlands mun á morgun kveða upp um það hvort Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi brotið lög þegar hann rauf þing í aðdraganda útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í næsta mánuði.

AFP-fréttaveitan hefur þetta eftir talskonu réttarins sem segir úrskurðinn liggja fyrir klukkan 10.30 að staðartíma.

Skosk­ur dóm­stóll hafði komist að þeirri niður­stöðu að þingslit­in hefðu ekki verið lög­leg og áfrýjaði ríkisstjórnin þeirri niður­stöðu til Hæsta­rétt­ar Bret­lands. 

Dómarar hæstaréttar hlýddu þrjá daga í síðustu viku á rök deiluaðila og réttmæti þeirrar ákvörðunar Johnsons að gera fimm vikna þinghlé fram til 14. október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert