Mótmælt þrátt fyrir útgöngubann

AFP

Sérsveitir írösku lögreglunnar skutu viðvörunarskotum í átt að mótmælendum snemma í morgun í Bagdad til þess að dreifa mannfjöldanum. Mótmælt var í borginni þriðja daginn í röð þrátt fyrir að útgöngubann hafi tekið gildi í dögun.

Mótmælin voru afar fámenn en að sögn sjónarvotta tóku nokkrir tugir þátt á Tahrir-torgi í miðborginni. Kveiktu þeir meðal annars í hjólbörðum á torginu.

Forsætisráðherra Íraks, Adel Abdel Mahdi, fyrirskipaði bann við því að fólk kæmi saman í höfuðborginni frá því klukkan 5 í morgun að staðartíma. Með ákvörðuninni vonast hann til þess að það dragi úr mótmælum en 12 mótmælendur og einn lögreglumaður hafa látist í átökum milli mótmælenda og lögreglu undanfarna daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert