Sósíalistar lýsa yfir sigri í Portúgal

Antonio Costa er kátur í kvöld.
Antonio Costa er kátur í kvöld. AFP

Sósíalistaflokkurinn hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum sem fóru fram í Portúgal í dag. Fyrstu tölur benda til þess að Sósíalistaflokkurinn, undir forystu Ant­onio Costa for­sæt­is­ráðherra lands­ins, fái rétt tæp 40% atkvæða.

Er það í takt við síðustu kannanir fyrir kosningar en Costa hef­ur verið for­sæt­is­ráðherra í Portúgal und­an­far­in fjög­ur ár í rík­is­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins og tveggja annarra vinstri­flokka, Komm­ún­ista­flokks­ins og Vinstri blokk­ar­inn­ar.

Talið er líklegt að Costa leiti til sömu flokka og áður við myndun ríkisstjórnar.

Á þeim fjór­um árum sem Costa hef­ur verið við völd hef­ur hag­vöxt­ur lands­ins verið tals­vert um­fram meðaltal ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins. Í fyrra var hag­vöxt­ur­inn 2,4% og 3,5% árið áður og at­vinnu­leysi hef­ur sömu­leiðis minnkað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert