Fjórir búlgarskir stuðningsmenn handteknir

Eflaust voru einhverjir af þessum stuðningsmönnum handteknir.
Eflaust voru einhverjir af þessum stuðningsmönnum handteknir. AFP

Fjórir stuðningsmenn búlgarska landsliðsins í knattspyrnu hafa verið handteknir en þeir eru grunaðir um kynþáttaníð á leik Búlgaríu og Englands í undankeppni EM á mánudagskvöld.

England vann leikinn sem fram fór á Levski-vell­in­um í Sofiu í Búlgaríu 6:0 en stöðva þurfti leikinn tvívegis í fyrri hálfleik vegna rasisma búlgarskra stuðningsmanna.

Fram kom í yfirlýsingu frá innanríkisráðuneyti Búlgaríu að vinna stæði yfir við að bera kennsl á hina mennina sem hefðu orðið uppvísir að kynþáttaníði.

Boris­lav Mihaylo, for­seti búlgarska knatt­spyrnu­sam­bands­ins, sagði af sér í gær eftir að forsætisráðherra landsins krafðist þess.

Leikurinn var tvívegis stöðvaður í fyrri hálfleik vegna óviðeigandi hegðunar …
Leikurinn var tvívegis stöðvaður í fyrri hálfleik vegna óviðeigandi hegðunar stuðningsmanna Búlgara. AFP

Enska knattspyrnusambandið og Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafa fordæmt hegðun búlgörsku stuðningsmannanna. Ensku landsliðsmennirnir gerðu slíkt hið sama.

Hins vegar sagðist landsliðsþjálfari Búlgaríu, Krasimir Balakov, ekki hafa orðið var við neitt óviðeigandi á leiknum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert