„Þeir eru ekki englar“

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti gerði lítið úr Kúrdum þegar hann ræddi við fjölmiðlafólk í Hvíta húsinu í dag. Hann sagði að bandamenn Bandaríkjanna úr stríðinu við Ríki Íslams væru „ekki englar.“

Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að flytja bandaríska hermenn frá norðanverðu Sýrlandi.

Það hafi orðið til þess að tyrkneski herinn hafi ráðist inn í norðurhluta Sýrlands. Kúrdar, áður bandamenn Bandaríkjahers, hafi samið við einræðisstjórnina í Sýrlandi til að verjast innrásinni.

Almennir borgarar hafa flúið norðurhluta Sýrlands eftir að innrás Tyrkja …
Almennir borgarar hafa flúið norðurhluta Sýrlands eftir að innrás Tyrkja hófst fyrir viku. AFP

Auk þess sé hætta á því að liðsmenn Ríkis íslams sleppi úr fangelsum Kúrda, sem hafa sagt að þeir geti ekki vaktað fanga.

„Kúrdar fá góða vernd,“ sagði forsetinn. „Þeir eru ekki englar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert