Engin atkvæðagreiðsla um Brexit í dag

Eftir fimm klukkustunda umræður um nýjan samning Boris Johnson forsætisráðherra um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hefur þingfundi verið slitið.

Meirihluti þingmanna greiddi fyrr í dag atkvæði með því að greiða ekki atkvæði um samninginn sjálfan fyrr en hver sú lagasetning sem er nauðsynlegur grundvöllur samningsins hefur verið samþykkt.

Mun það að öllum líkindum leiða til þess að fresta þurfi útgöngu Breta úr sambandinu. Þessu hyggst Johnson mótmæla og ætlar raunar að biðja Evrópusambandið að hundsa beiðni þingsins. Einskis frests sé þörf, Bretland muni yfirgefa sambandið 31. október með nýja samningnum.

Efasemdir eru þó uppi um hvort Johnson geti í raun sniðgengið vilja þingsins.

Breska þingið kom saman í morgun til þess að ræða og kjósa um nýja samn­ing­inn, en 37 ár eru síðan þingið var síðast kallað sam­an á laug­ar­degi. Til stóð að greiða ætti atkvæði um nýjan samning nú síðdegis.

Johnson er að vonum ósáttur við niðurstöðu þingfundar í dag.
Johnson er að vonum ósáttur við niðurstöðu þingfundar í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert