Samþykktu kosningar 12. desember

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands lagði aftur fram tillögu um kosningar …
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands lagði aftur fram tillögu um kosningar í dag. AFP

Neðri deild breska þingsins samþykkti tillögu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að halda þingkosningar 12. desember. Tillagan var samþykkt með 438 atkvæðum gegn 20. Ekki er enn búið að samþykkja tillöguna því lávarðadeildin á eftir að gera það en fastlega er reiknað með að hún verði endanlega samþykkt fyrir lok vikunnar. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá

Verði þetta niðurstaðan eru fimm vikur í kosningar. Johnson segir að almenningur verði að fá að kjósa um framtíð landsins varðandi Brexit. 

Um helmingur þeirra þingmanna sem Johnson hafði áður hent út úr flokk sínum fyrir að greiða atkvæði gegn stefnu ríkisstjórnarinnar um Brexit hafa snúið aftur í þingflokkinn. 

Þetta var í fjórða sinn sem Johnson reyndi að fá kosningum flýtt vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert