Síle hættir við að halda loftslagsráðstefnu

Almenningur hefur mótmælt lág­um laun­um, mis­skipt­ingu og spill­ingu í Síle.
Almenningur hefur mótmælt lág­um laun­um, mis­skipt­ingu og spill­ingu í Síle. AFP

Sebastian Pinera, forseti Síle, greindi frá því fyrr í dag að þarlend stjórnvöld myndu ekki halda tvær stórar ráðstefnur í landinu vegna mótmæla og óeirða.

Annars vegar er um að ræða loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem átti að fara fram dagana 2. til 13. desember í Santíagó, höfuðborg Síle. Hins vegar er um að ræða leiðtogafund Asíu og Kyrrahafsríkja sem átti að fara fram um miðjan nóvember.

Sebastian Pinera, forseti Síle.
Sebastian Pinera, forseti Síle. AFP

Pinera sagði að stjórnvöld yrðu að vera skynsöm og því hefði ákvörðunin verið tekin.

Að minnsta kosti 20 hafa látist í átökum í Síle þar sem al­menn­ing­ur hefur mót­mælt lág­um laun­um, mis­skipt­ingu og spill­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert