„Thunberg orðin leiðtogi okkar tíma“

Þó DiCaprio sé þekktastur fyrir leikaraferil sinn er hann einnig …
Þó DiCaprio sé þekktastur fyrir leikaraferil sinn er hann einnig ötull talsmaður umhverfisins. AFP

Vel fór á með leikaranum Leonardo DiCaprio og sænsku baráttukonunni Gretu Thunberg er þau hittust í fyrsta sinn í liðinni viku. Raunar svo vel að þau gerðu með sér samkomulag um að styðja hvort við annað í loftslagsbaráttunni.

Þó DiCaprio sé þekktastur fyrir leikaraferil sinn er hann einnig ötull talsmaður umhverfisins, en sjóður í hans eigu hefur t.a.m. styrkt náttúruverndarsamtök í tugum landa um u.þ.b. 100 milljónir Bandaríkjadali samtals auk þess sem DiCaprio hefur staðið að gerð heimildamynda á borð við Before the Flood.

„Það var heiður að fá að eyða tíma með Gretu,“ …
„Það var heiður að fá að eyða tíma með Gretu,“ skrifar DiCaprio. AFP

DiCaprio fer fögrum orðum um Gretu í færslu á Instagram og segir hana orðna leiðtoga okkar tíma.

„Ég vona að skilaboð Gretu verði til þess að leiðtogar heimsins vakni og átti sig á því að tímar aðgerðaleysis eru liðnir. Það er vegna Gretu, og ungra aðgerðasinna hvaðanæva að úr heiminum, sem gerir mig bjartsýnan fyrir framtíðina.“

„Það var heiður að fá að verja tíma með Gretu. Ég og hún höfum skuldbundið okkur til að styðja hvort annað í von um að tryggja plánetunni okkar bjartari framtíð,“ skrifar DiCaprio.

View this post on Instagram

There are few times in human history where voices are amplified at such pivotal moments and in such transformational ways – but @GretaThunberg has become a leader of our time. History will judge us for what we do today to help guarantee that future generations can enjoy the same livable planet that we have so clearly taken for granted. I hope that Greta’s message is a wake-up call to world leaders everywhere that the time for inaction is over. It is because of Greta, and young activists everywhere that I am optimistic about what the future holds. It was an honor to spend time with Greta. She and I have made a commitment to support one another, in hopes of securing a brighter future for our planet. #FridaysforFuture #ClimateStrike @fridaysforfuture

A post shared by Leonardo DiCaprio (@leonardodicaprio) on Nov 1, 2019 at 10:22am PDT

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert