„Tortímandinn“ fékk 30 ára dóm fyrir glæpi sína

Bosco Ntaganda hlaut 30 ára dóm fyrir glæpi sína.
Bosco Ntaganda hlaut 30 ára dóm fyrir glæpi sína. AFP

Alþjóðaglæpa­dóm­stóll­inn í Haag hef­ur gert „Tor­tím­andanum“, stríðsherr­anum fyrr­ver­andi, Bosco Ntag­anda, að afplána 30 ára fangelsisdóm fyr­ir glæpi gegn mann­kyn­inu í Aust­ur-Kongó.

Dómstóllinn úrskurðaði nú í sumar að hann væri sekur um glæpi á borð við nauðgun, morð og fyr­ir að stofna barna­her, þar sem hann nauðgaði stúlk­um, en ekki var tilkynnt um dómslengdina fyrr en í dag.

BBC segir Ntaganda vera þann fyrsta sem Alþjóðaglæpadómstóllinn hefur dæmt sekan um kynferðisglæpi og er þetta líka lengsti dómur sem dómstóllinn hefur veitt.

Dóm­ari í Haag sagði að Ntag­anda hefði gefið skip­an­ir um að ráðast á og myrða al­menna borg­ara í It­uri-héraði í Kongó á ár­un­um 2002 og 2003.

Ntag­anda gaf sig fram við sendi­ráð Banda­ríkj­anna í Kigali árið 2013 og var sakaður um að hafa stýrt hundruðum árása í Aust­ur-Kongó. Árás­a sem kostuðu fleiri hundruð ef ekki þúsund­ir, lífið.

BBC segir hann þó hafa átt aðild að fjölda annarra vopnaðra átaka í bæði Rúanda og í Lýðveldinu Kongó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert