Hefur tilhneigingu til að vera „of sómasamlegur“

Andrew Bretaprins hefur útskýrt þá ákvörðun sína að dvelja á …
Andrew Bretaprins hefur útskýrt þá ákvörðun sína að dvelja á heimili dæmds barnaníðings. Skjáskot úr viðtalinu

Andrew Bretaprins segir að ákvörðun sín að dvelja á heimili auðkýfingsins og barnaníðingsins Jeffrey Epstein hafi, eftir á að hyggja, verið röng en tilhneiging hans til að vera „of sómasamlegur“ útskýri þá ákvörðun.

Prins­inn ræddi við BBC um tengsl sín við Ep­stein í viðtali við frétta­skýr­ingaþátt­inn Newsnig­ht. Í viðtalinu segist Andrew Bretaprins hafa brugðist konungsfjölskyldunni með dvöl sinni hjá Epstein sem var á þeim tíma dæmdur barnaníðingur.

Andrew var myndaður árið 2010 á göngu með Epstein í Central Park í New York tveimur árum eftir að Epstein fékk fyrst dóm fyrir að kaupa kynlíf af stúlku undir lögaldri. Þá hafa birst ljósmyndir sem sýna prinsinn í íbúð Epsteins á Manhattan á svipuðum tíma.

„Það var hentugur staður til að dvelja á. Ég hef hugsað látlaust um þetta en eftir á að hyggja þá var þetta klárlega röng ákvörðun. Á þessum tíma fannst mér ákvörðunin hins vegar vera rétt og sómasamleg og ég viðurkenni að dómgreind mín litaðist líklega af tilhneigingu minni til að vera of sómasamlegur (e. too honourable), það er bara eins og það er,“ útskýrði prinsinn í viðtalinu.

 Virg­inia Giuf­fre, sem áður hét Virg­inia Roberts, bar vitni um það í ákæru gegn Ep­stein og vin­konu hans árið 2016 að hún hafi haft kyn­mök við Andrew þegar hún var á barns­aldri en vitn­is­b­urðinum hef­ur verið ákaft neitað af prins­in­um og kon­ungs­fjöl­skyld­unni. Andrew seg­ist í viðtal­inu ekki muna eft­ir Guif­fre.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert