Trump við hestaheilsu

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, er heilsuhraustur líkt og rannsóknir sýna.
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, er heilsuhraustur líkt og rannsóknir sýna. AFP

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segir að hann sé við mjög góða heilsu eftir að hafa lokið fyrsta hluta heilsufarsmælingar. 

Forsetaembættið hefur staðfest að Trump fór í mælingar og rannsóknir í gær á Walter Reed Medical sjúkrahúsinu í Washington. Heimsóknin var ekki á opinberri dagskrá forsetans og ekki hafa verið gefnar neinar nákvæmar niðurstöður úr mælingum. Tíu mánuðir eru síðan hann fór í árlega rannsókn. Niðurstaða þá var sú að hann væri við hestaheilsu. 

Í yfirlýsingu sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Stephanie Grisham, sendi frá sér kemur fram að ástæðan fyrir rannsókninni í gær hafi verið sú að Trump hafi átt auða stund um helgina og því hafi hún verið nýtt í heilsufarsmælingar. Frekari getgátur umfram efni og heiðarlegar upplýsingar eru óábyrgar og hættulegar fyrir þjóðina.

Trump er 73 ára gamall og er sá elsti sem hefur svarið embættiseið sem forseti Bandaríkjanna í fyrsta skipti. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert