Sonur fyrrverandi forseta Þýskalands stunginn til bana

Árásin átti sér stað á Schlosspark-sjúkrahúsinu í Berlín, þar sem …
Árásin átti sér stað á Schlosspark-sjúkrahúsinu í Berlín, þar sem Fritz starfaði sem læknir. AFP

Sonur Richard von Weizsäcker, fyrrverandi forseta Þýskalands, var stunginn til bana á sjúkrahúsi í Berlín dag. Frá þessu er greint á vef BBC.

Fritz von Weizsäcker hafði nýlokið við að flytja fyrirlestur um lifrarsjúkdóma þegar árásarmaður á sextugsaldri lét til skarar skríða. Hann er nú í haldi lögreglu, en ástæður árásarinnar liggja enn ekki fyrir. Þá slasaðist lögreglumaðurinn, sem yfirbugaði árásarmanninn, alvarlega.

Faðir Fritz var borgarstjóri Berlínar áður en hann varð forseti Þýskalands á níunda áratug síðustu aldar. 

Árásin átti sér stað á Schlosspark-sjúkrahúsinu í Berlín, þar sem Fritz starfaði sem læknir.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert