Netanyahu ákærður

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. AFP

Benjam­in Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur verið ákærður fyrir mútur, fjársvik og umboðssvik. Ríkissaksóknari í Jerúsalem greindi frá þessu nú síðdegis.

Netanyahu neitar sök og segir ákæurnar „nornaveiðar“ pólitískra andstæðinga sinna.

Ráðherrann er sakaður um að hafa beðið út­gef­anda ísra­elsks dag­blaðs, Yediot Aharonot, um já­kvæða um­fjöll­un gegn því að hann myndi hjálpa til við að hindra út­gáfu keppi­naut­ar­dag­blaðs. 

Auk þess er forsætisráðherrann sakaður um að þegið gjaf­ir sem nema rúm­um 10 millj­ón­um ís­lenskra króna frá Hollywood-auðjöfr­in­um Arnon Milch­an og öðrum stuðnings­mönn­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert